Tungumálatöfrar - sumarnámskeið fyrir fjöltyngd börn á Ísafirði - 7. - 11.9
Námskeiðinu er ætlað að örva íslenskukunnáttu þar sem íslenska er annað mál barnanna eða eitt af mörgum tungumálum. Lögð verður áhersla á að börn sem búa erlendis geti ræktað tengsl sín við Ísland og skapað tengingar við börn sem búa á Íslandi.
Dagskráin verður frá kl. 10 – 12 alla daga og hefst með söngstund sem Jóngunnar Biering Margeirsson leiðir. Myndlistarkonurnar Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir og Nína Ivanova leiðbeina börnunum í gegnum myndlist, leik og sögur.
Hugmyndin að verkefninu vaknaði í fyrra þegar áhugafólk um fjöltyngi fundaði á Ísafirði. Anna Hildur Hildibrandsdóttir stýrir framkvæmd þess í samstarfi við Menningarmiðstöðina Edinborg og Ísafjarðarbæ.
Námskeiðið í sumar er tilraun sem tengist hugmyndum um að stofna sumarskóla fyrir fjöltyngd börn á Ísafirði.
Upplýsingar á netinu:
https://www.facebook.com/Tungumálatöfrar-261577070890574/
Frekari upplýsingar veitir Anna Hildur – anna@annahildur.com -
skype: anna.hildur