Tinna Ólafsdóttir ráðin upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar
05.07.2019
Fréttir
Tinna Ólafsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar og hefur hún störf 9. ágúst næstkomandi.
Tinna útskrifaðist með B.A. gráðu í mannfræði frá Stokkhólmsháskóla árið 2011 og lauk M.A. gráðu í blaðamennsku við deild blaðamennsku, fjölmiðlunar og samskipta, frá sama skóla árið 2013. Frá 2013 hefur Tinna starfað sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Fíton sem síðar sameinaðist í Pipar/TBWA. Þar hefur hún m.a. sinnt umsjón samfélagsmiðla fyrir stór og smá fyrirtæki, aðlögun og innsetningu texta á vef og prófarkalestri. Hún hefur frá árinu 2005 unnið við ýmis ritstörf, m.a. sem blaðamaður á Bæjarins besta, annast yfirlestur og unnið að textagerð fyrir fyrirtækjavefi.
Við bjóðum Tinnu hjartanlega velkomna til starfa.