Tilraunaverkefnið A10-Flateyri um almenningssamgöngur er hafið

Tilraunaverkefni um almenningssamgöngur sem gengur undir nafninu A10-Flateyri er hafið. Verkefnið er samstarf Ísafjarðarbæjar og Byggðastofnunar og snýst um niðurgreiðslu á pöntunarakstri á leigubílum. Verkefnið mun standa til lok árs 2024, eða þar til fjármagn til verkefnisins er uppurið, og horft verður til reynslu af því sem fordæmisgefandi fyrir þjónustu við Suðureyri og Þingeyri.

Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig nýta má þjónustuna. Leiðbeiningarnar eru einnig aðgengilegar á undirsíðu um pöntunarakstur hér á vefnum.


Ef íbúar vilja ferðast á milli Flateyrar og Ísafjarðar á milli kl. 06:30 og 22 á kvöldin, þó ekki hálftíma fyrir eða eftir áætlunarferð strætó, virkar pöntunarþjónustan svona:

1. Hringið fyrst í annan af neðangreindum bílstjórum og athugið hvort þeir geti farið í ferðina.

Björgvin Sveinson: 7894444
Sophus Magnússon: 8938355

2. Skráið upplýsingar um ferðina á skráningarsíðu og fáið staðfestingu með tölvupósti til baka í símann.
3. Sýnið bílstjóra staðfestinguna þegar hann kemur.
4. Borgið startgjaldið.

Bílstjórinn sér svo um að rukka Ísafjarðarbæ um eftirstöðvar kostnaðar við ferðina.

  • Munið að þið þurfið að ná samkomulagi við bílstjóra um ferðina áður en þið farið í skráninguna og mælst er til þess að farþegar reyni að samnýta leigubílaferðir eins og kostur er t.d. með því að auglýsa ferð á Facebook.
  • Allar frekari upplýsingar um verkefnið má fá hjá verkefnastjóra á Flateyri, Hjörleifi Finnssyni, hjorleifur@isafjordur.is.