Tillögur um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2021/2022

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt til kynningar tillögur sveitarfélaga um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2021/2022.

Tillaga Ísafjarðarbæjar ásamt rökstuðningi var samþykkt af bæjarstjórn þann 20. janúar sl. 

Með vísan til 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og ákvæða 3. gr. reglugerðar nr. 995/2021, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022 eru tillögur sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2021-2022 birtar á vef ráðuneytisins til kynningar. Frestur til að senda inn athugasemdir til ráðuneytisins vegna tillagna sveitarstjórna er til 4. febrúar og skal senda þær á postur@anr.is.

Að kynningu lokinni mun ráðuneytið taka afstöðu til þeirra tillagna sem borist hafa frá sveitarfélögum auk athugasemda sem borist hafa.