Tillaga að verndarsvæði í byggð – gamli bærinn á Skutulsfjarðareyri og Neðstikaupstaður

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á 483. fundi sínum þann 4. nóvember 2021 að auglýsa vinnslutillögu að verndarsvæði í byggð fyrir gamla bæinn á Skutulsfjarðareyri og Neðstakaupstað á Ísafirði og óska eftir umsögn um tillöguna, sem unnin hefur verið á grundvelli 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

Greinargerð – tillaga á vinnslustigi

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á www.verndarsvaedi.isafjordur.is

Umsagnir skulu berast fyrir 23. nóvember 2021 á netfangið skipulag@isafjordur.is.