Tillaga að deiliskipulagi við Vallargötu á Þingeyri
Ísafjarðarbær auglýsir tillögu að deiliskipulagi við Vallargötu á Þingeyri vegna Sólsetursins.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 26. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Vallargötu á Þingeyri, skv. 41 gr. skipulagslaga 123/2010.
Gert er ráð fyrir að reisa ,,Sólsetrið”, listaverk sem verður í eðli sínu sérstakt að því leyti, að vera „manngengur skúlptúr“ og „íveru- og upplifunarstaður“.
Verkið, sem verður að hámarki 600 m2 með 12 m hámarkshæð, verður opið öllum almenningi, í þeim tilgangi að tengja við og njóta náttúru staðarins, landi, fjöru, hafi og sól og samspili þessara þátta.
„Sólsetrið“ mun jafnframt ramma inn sólarlagið í Dýrafirði auk þess að varpa á skjá, í rauntíma, myndskeiðum frá sólsetri á 24 öðrum stöðum í heiminum. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 0,2.
Tillagan er aðgengileg hér á vefnum og á bæjarskrifstofu.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 1. mars 2021 að Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða á heidajack@isafordur.is.