Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum, þann 13. febrúar 2024, að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna áforma Orkubús Vestfjarða ohf. um stækkun virkjunar, afhendingu á grænni orku.
Markmið með deiliskipulagsbreytingunni er að heimila aukna nýtingu vatnsafls á vatnasviði Mjólkár og þar með auka raforkuframleiðslu Mjólkárvirkjunar og bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum, skapa aðstöðu fyrir afgreiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti við Mjólkárvirkjun ásamt því að lágmarka rask vegna skipulagsbreytinganna.
Vinnslutillaga að breytingum á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar var kynnt frá 14. nóvember til 12. desember 2023. Frestur til umsagna og ábendinga við tillögugerðina var til 12. desember 2023.
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum að Hafnarstræti 1, Ísafirði, 4. september 2024 til og með 18. október 2024 og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 835/2023. Tillagan er einnig aðgengileg hér:
Yfirlitsuppdráttur
I. uppdráttur
K. uppdráttur
Greinargerð
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 18. október 2024. Skila skal athugasemdum um skipulagsgáttina eða á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, einnig með tölvupósti á skipulag@isafjordur.is , þar sem má nálgast frekari upplýsingar.
Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar