Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Eyri

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Torfnes, Ísafirði – Stækkun á hjúkrunarheimilinu Eyri

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 2. febrúar 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Torfnes skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.

Breytingin felst í því að lóðarmörkum og byggingarreitum lóða A og B er breytt til að auka svigrúm fyrir fjórðu álmu hjúkrunarheimilisins Eyrar. Einnig gert ráð fyrir að auka svigrúm fyrir útivist og íþróttir við suðurmörk lóðar B.

Tillagan er aðgengileg á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar og með því að smella á hlekkinn hér:

Breyting á deiliskipulagi

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 11. apríl 2023 að Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða á skipulag@isafjordur.is.

f.h. skipulagsfulltrúa

_______________________________

Helga Þuríður Magnúsdóttir

verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði