Tillaga að breytingu á aðalskipulagi við Mjólká

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 13. febrúar 2024 að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 við Mjólká, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að heimila aukna nýtingu vatnsorku á vatnasviði Mjólkár og þar með auka raforkuframleiðslu Mjólkárvirkjunar, bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum, að skapa aðstöðu fyrir afgreiðslu og framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti við Mjólkárvirkjun, að bæta hafnaraðstöðu í sunnanverðum Borgarfirði og að lágmarka rask vegna skipulagsbreytinganna.

Stækkun Mjólkárvirkjunar mun leiða til aukinnar raforkuframleiðslu og bæta afhendingaröryggi raforku á þjónustusvæði virkjunarinnar. Uppsetning afgreiðslustöðvar fyrir endurnýjanlegt eldsneyti og bætt hafnaraðstaða eru viðbrögð við aukinni umferð um Borgarfjörð, orkuskiptum í samgöngum og vexti í atvinnulífinu, einkum ferðaþjónustu og fiskeldi.

Breytingartillagan, uppdráttur og greinargerð ásamt umhverfisskýrslu, er aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 833/2023 og hér fyrir neðan frá 24. maí 2024 til og með 10. júlí 2024.

Skipulagsuppdráttur

Greinargerð

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna til og með miðvikudagsins 10. júlí 2024.

Athugasemdum skal skilað í Skipulagsgáttina eða senda skriflega til Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði, b.t. skipulagsfulltrúa eða á skipulag@isafjordur.is.

f.h. skipulagsfulltrúa
_______________________________
Helga Þuríður Magnúsdóttir
verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði