Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna vegar um Dynjandisheiði

Gildandi skipulag til vinstri og tillaga að breyttu skipulagi til hægri.
Gildandi skipulag til vinstri og tillaga að breyttu skipulagi til hægri.

Auglýst er tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna vegar um Dynjandisheiði.

Aðalskipulagsbreytingin er unnin skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vegagerðin áformar að endurbyggja veg nr. 60 yfir Dynjandisheiði og veg nr. 63 Bíldudalsveg með það að markmiði að þeir nýtist sem heilsársvegir. Vegagerðin hefur unnið matsskýrslu vegna verkefnisins í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum og Skipulagsstofnun gaf álit sitt um umhverfismatið í júlí 2020.

Markmiðið með aðalskipulagsbreytingunni er að gera heilsárssamgöngur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða mögulegar um Vestfjarðaveg. Dýrafjarðargöng voru tekin í notkun í október 2020 en þau munu ekki nýtast að fullu fyrr en heilsárvegur hefur verið gerður yfir Dynjandisheiði.

Aðalskipulagsbreytingin heimilar tvær útfærslur á veglínu, leiðir D og F í umhverfismati Vegagerðarinnar, þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvor línan verður fyrir valinu við endurgerð vegarins. Breytingin heimilar einnig sex ný efnistökusvæði á skipulagssvæðinu.

Tillagan er aðgengileg á pdf-sniði hér að neðan og í móttöku bæjarskrifstofa Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði.

Greinargerð og umhverfismatsskýrsla
Uppdráttur

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 4. apríl 2022 að Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða á skipulag@isafjordur.is