Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 í Arnarfirði
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020
Mjólkárlína 2 í Arnarfirði
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 2. febrúar 2023 að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingum, unnin af Verkís ehf. fyrir Landsnet hf, vegna Mjólkárlínu 2, þ.e. jarð- og sæstrengur í Arnarfirði skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, sbr. 2. gr. laganna.
Tillagan felur í sér breytingu á greinargerð og uppdrætti. Gildandi aðalskipulag, þ.e. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008- 2020, var samþykkt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 4. janúar 2010 og staðfest af umhverfisráðherra þann 31. mars 2010.
Breytingartillagan og umhverfismatsskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofunum að Hafnarstræti 1, Ísafirði frá og með mánudeginum 6. mars nk. til miðvikudagsins 19. apríl 2023 og hjá Skipulagsstofnun við Borgartún 7b í Reykjavík. Tillöguna er einnig hægt að skoða hér:
Greinargerð og umhverfismatsskýrsla
Tillaga að breytingu – uppdráttur
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til fimmtudagsins 20. apríl 2023. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar eða á skipulag@isafjordur.is .
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar