Lausar lóðir fyrir atvinnustarfsemi á Ísafirði og Þingeyri

Auglýstar hafa verið þrjár lausar lóðir á athafna- og iðnaðarsvæði við Hafnarstræti á Þingeyri. Þá er einnig laus lóð á hafnar- og iðnaðarsvæði við Sjávargötu 12 á Þingeyri.

Hafnarstræti 21
Athafna- og iðnaðarsvæði. 1951 m² lóð, allt að 800 m² nýbygging.

Hafnarstræti 25
Athafna- og iðnaðarsvæði. 1430 m² lóð, allt að 400 m² nýbygging.

Hafnarstræti 26
Athafna- og iðnaðarsvæði. 1870 m² lóð, allt að 400 m² nýbygging.

Sjávargata 12
Hafnar- og iðnaðarsvæði. Stærð lóðar er 1369 m². Hámarksstærð byggingar er 310 m².

Einnig eru lausar lóðir á verslunar- og þjónustusvæði og athafnasvæði á Skeiði á Ísafirði:

Tungubraut 1 (Skeiði 2, 4 og 6)

Skeiði 8

Skeiði 9

Skeiði 10

Skeiði 11

Skeiði 14

Skeiði 16

Umsóknarfrestur er til 10. mars. Berist fleiri en ein umsókn um sömu lóð að lokinni auglýsingu og uppfylli þær skilyrði skv. 2. gr. reglna um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði skal hlutkesti ráða úthlutun. Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á bygg@isafjordur.is

Hægt er að sækja um lóð í gegnum minarsidur.isafjordur.is. Einnig er hægt að fylla út eyðublað sem finna má með því að smella á hlekkinn hér að neðan, og skila til byggingarfulltrúa.

Listi yfir lausar lóðir

Deiliskipulag Þingeyrar

Deiliskipulag Tunguskeiðis (Skeiði) 2018