Þjóðskrá: Sjálfvirkar skýrslur um fólk og fasteignir

Þjóðskrá er að leggja lokahönd á gerð sjálfvirkra skýrslna fyrir hvert og eitt sveitarfélag með upplýsingum um fólk og fasteignir þar sem birtast rauntímaupplýsingar úr einstaklingsskrá og fasteignaskrá, m.a. íbúafjöldi, aldursdreifing og kyn íbúa, fasteignavelta, meðalkaupverð íbúðarhúsnæðis og fleira.

Skýrslurnar er hægt að sækja á vef Þjóðskrár.