Þingeyri: Skýring á leka í sundlaug ekki enn fundin
06.11.2023
Fréttir
Ekki hefur enn tekist að finna skýringu á lekanum úr sundlaugarkarinu í sundlauginni á Þingeyri, en lekinn var svo mikill að um 350 rúmmetrar á sólarhring töpuðust úr kerfinu. Laugin er því enn lokuð en pottar og búningsklefar eru opnir.
Lagnakerfið hefur verið skoðað með hönnuði, til að finna líklegustu staðina sem kerfið gæti hafa gefið sig. Í dag, mánudag, verður farið inn í kerfið með myndavél og vonandi finnst þá ástæða lekans. Í framhaldinu skýrist umfang þeirra viðgerða sem ráðast þarf í en þar til það er komið á hreint er ekki hægt að segja til um hve lengi sundlaugin verður lokuð.