Þingeyri: Ekki lengur þörf á suðu neysluvatns
11.11.2024
Fréttir
Hvorki kólígerlar né E.coli gerlar ræktuðust úr endurtekningarsýnum sem tekin voru af Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða föstudaginn 8. nóvember á Þingeyri. Því má aflétta vatnssuðu á neysluvatni á Þingeyri.
SMS hefur verið sent til íbúa á Þingeyri í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar. Til að skrá númer þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á 1819 og velja Mín skráning undir Minn aðgangur. Þar er hægt að setja inn eða uppfæra símanúmer og heimilisfang.