Sýn leikskólastjóra á mismunandi rekstrarform leikskóla
Í Vísindaporti vikunnar um Helga Björk Jóhannsdóttir kynna niðurstöður rannsóknar sem hún vann í tengslum við meistaraverkefni sitt í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands. Í rannsókninni skoðaði hún muninn á einkareknum og almennum leikskólum hvað varðar rekstur, námskrá og samskipti við foreldra að mati stjórnenda.
Rannsóknin var eigindleg og þátttakendur voru sex leikskólastjórar sem starfa í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þrír þeirra voru stjórnendur í almennum leikskólum sem sveitarfélögin reka og þrír voru stjórnendur í einkareknum leikskólum sem hafa einnig reynslu af stjórnun í almennum leikskólum.
Helga Björk Jóhannsdóttir starfar sem leikskólastjóri á Leikskólanum Sólborg á Ísafirði. Hún er menntaður leikskólakennari með viðbótarmenntun í sérkennslufræðum. Síðasta vor lauk hún svo meistaragráðu í menntavísunum frá Háskóla Íslands.
Vísindaportið er öllum opið og að þesu sinni fer það fram á íslensku. Það hefst að vanda í kaffistofu Háskólaseturs kl. 12:10.