Sundkortin í símann

Unnið er að uppsetningu nýs afgreiðslukerfis í íþróttamiðstöðvum Ísafjarðarbæjar, sem gerir gestum kleift að sækja sund- og líkamsræktarkort í símann. 

Hægt er að kaupa áskriftarkort, skiptakort og stakan aðgang á kort.isafjordur.is. Þau sem eiga kort nú þegar geta sótt þau í símaveskið sitt á sömu vefslóð.

Nauðsynlegt er að vera með rafræn skilríki til að notfæra sér þessa afgreiðslulausn en þau sem ekki eru með slík skilríki geta áfram keypt miða á gamla mátann í afgreiðslu íþróttamiðstöðva og sundlauga.

Kerfið verður tekið í notkun þriðjudaginn 17. september og á meðan við erum öll að læra á það má búast við einhverjum hnökrum. Starfsfólk mun leggja sig fram við að greiða úr þeim vandamálum sem koma upp.

Til að kaupa eða setja upp kort:

  • Farðu inn á kort.isafjordur.is.
  • Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum.
  • Kauptu nýjan miða/kort eða finndu núverandi kort undir notandanum efst á síðunni. 
  • Veldu Sækja kort í síma til að setja kortið í veskið í símanum.
    Virkar bæði í Google Wallet og Apple Wallet.

Eftir að kortið hefur verið sett upp:

  • Veldu kortið í veskinu til að fá upp QR-kóða.
  • Berðu kóðann að skanna við innganginn.