Sundhöll Ísafjarðar sjötug
01.02.2016
Fréttir
Á þessum degi fyrir 70 árum var Sundhöll Ísafjarðar vígð. Formaður sérstakrar sundlaugarnefndar var Kjartan Jóhannsson læknir og kostnaður við bygginguna nam 477 þúsund krónum. Við vígsluna var keppt í sundi pilta og stúlkna úr íþróttafélögunum Herði og Vestra og kemur fram í frétt Morgunblaðsins þann 3. febrúar þetta ár að Ingvar Jóhannsson hafi orðið hlutskarpastur pilta, en ekki hefur þótt ástæða til að greina frá því hver vann stúlknakeppnina.
Að keppni lokinni var haldið til kaffidrykkju í Alþýðuhúsinu þar sem tóku til máls Sigurður Bjarnason, Guðmundur Hagalín, Grímur Kristgeirsson, Baldur Johnsen, Haukur Helgason, Björn H. Jónsson, Arngrímur Fr. Bjarnason og Konráð Þorsteinsson.
Til hamingju með afmælið, Sundhöll Ísafjarðar.