Sundabakki: Verksamningur vegna niðurreksturs stálþils undirritaður
08.06.2021
Fréttir
Mynd: G. Pétur Matthíasson, upplýsingarfulltrúi Vegagerðarinnar.
Föstudaginn 4. júní síðastliðinn var undirritaður verksamningur milli Hafna Ísafjarðarbæjar og Borgarverks ehf. vegna niðurreksturs stálþils á lengingu Sundabakka á Ísafirði.
Samningsupphæð er 393,7 milljónir kr. og er langstærsta verkefni sem Hafnir Ísafjarðarbæjar hafa ráðist síðustu áratugi. Gert er ráð fyrir því að heildarkostnaður við verkið þegar því verður lokið verði um einn milljarður kr.
Á myndinni eru Guðmundur M Kristjánsson Hafnarstjóri, Óskar Sigvaldason frá Borgarverki ehf. og Kjartan Elíasson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni á þessum merku tímamótum.