Súgfirðingar beðnir um að fara sparlega með vatn

Rof varð á vatnslögninni í Staðardal og því eru Súgfirðingar beðnir um að fara sparlega með vatn í dag, föstudaginn 23. júní. 

Ef viðgerðarvinna gengur vel þarf eingöngu að spara vatnið í dag en ef hún krefst varahluta getur verið að spara þurfi vatnið yfir helgina líka. Íbúar verða látnir vita með smáskilaboðum ef til þess kemur.

Sundlaugin verður lokuð þar til viðgerðarvinnu lýkur.

SMS um aðgerðir í dag hefur verið sent til íbúa í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar.