Suðureyri: Lokað fyrir vatn mánudaginn 23. september

Lokað verður fyrir vatnið í öllum götum á Suðureyri kl. 19-21 í kvöld, 23. september, vegna lekaleitar. Mælitæki sýna að einhvers staðar er vatn að fara út af kerfinu og til að komast að því hvar er mögulega leki þarf að skrúfa fyrir vatnið í um tvo tíma. 

SMS hefur verið sent til íbúa í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar.