Styrkur til greiðslu fasteignagjalda félagasamtaka 2020
Ísafjarðarbær óskar eftir umsóknum um styrki til félaga- og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög eða félagasamtök í Ísafjarðarbæ, sem eiga húsnæði þar sem eingöngu fer fram starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- og/eða mannúðarstarf, hafa heimild til að sækja um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Hámarksstyrkur til hvers félags er kr. 130.000,- á ári.
Umsóknirnar skulu berast í móttöku bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði, eða á netfangið postur@isafjordur.is í síðasta lagi föstudaginn 28. febrúar 2020.
Reglur um styrki til félaga og félagasamtaka og umsóknareyðublað má finna hér að neðan.