Styrktarsamningur við Tónlistarfélag Ísafjarðarbæjar undirritaður
Samningur milli Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélags Ísafjarðar um árlegan styrk vegna greiðslu fasteignaskatts og lóðarleigu var undirritaður mánudaginn 9. maí 2022 en samningurinn var samþykktur á 494. fundi bæjarstjórnar þann 5. maí síðastliðinn.
Í samningnum er kveðið á um að Ísafjarðarbær styrki Tónlistarfélagið árlega um upphæð sem nemur álögðum fasteignagjöldum af fasteigninni að Austurvegi 11, Ísafirði. Samningurinn tekur gildi frá og með álagningu ársins 2022 og gildir í 10 ár. Í samningnum er álagning fyrrgreindra gjalda árið 2022 til hliðsjónar, alls 2.258.700 kr.
Tónlistarfélag Ísafjarðar skal á móti standa að rekstri Tónlistarskóla Ísafjarðar ásamt tónlistarkennslu í öðrum byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar og tryggja að húsinu að Austurvegi 11 sé haldið við á viðunandi hátt.