Stóri plokkdagurinn 2024
Stóri plokkdagurinn fer fram sunnudaginn, 28. apríl.
Ísafjarðarbær hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í sveitarfélaginu til að skella sér út að plokka í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum. Hægt verður að nálgast glæra poka til verksins í öllum bæjarkjörnum og skilja fulla poka eftir á fyrir fram ákveðnum stöðum, sem listaðir eru hér fyrir neðan.
Flateyri
Pokar verða í sundlauginni. Fulla ruslapoka má skilja eftir við grenndargámana við sundlaugina.
Hnífsdalur
Pokar verða við gamla barnaskólann. Fulla ruslapoka má skilja eftir við:
- Gamla barnaskólann
- Félagsheimilið
Ísafjörður
Pokar verða í Sundhöllinni, við sparkvöllinn í Holtahverfi og við grenndargámana við Bónus. Fulla ruslapoka má skilja eftir við:
- Grenndargámana á Landsbankaplaninu
- Sparkvöllinn í Holtahverfi
- Grenndargámana við Bónus
Rótarýklúbbur Ísafjarðar ætlar að plokka meðfram Pollgötunni og runnana með, frá Bílatanga upp að og með hringtorginu og meðfram Hafnarstrætinu þar fyrir ofan upp að Túngötu. Þau munu byrja um kl 13:00.
Suðureyri
Á Suðureyri verður plokkað í árlegri vorhreinsun Stefnis, sem að þessu sinni mun fara fram í maí.
Þingeyri
Á Þingeyri verður plokkið í höndum íbúasamtakanna. Hist verður við Bólu þar sem ruslapokar verða afhentir og svo gengið skipulega um bæinn í 2-3 tíma. Að plokki loknu verður hist aftur við Bólu þar sem Arctic Fish býður í grill.