Stóri plokkdagurinn 2023
Stóri plokkdagurinn fer fram sunnudaginn, 30. apríl.
Ísafjarðarbær hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í sveitarfélaginu til að skella sér út að plokka í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum. Hægt verður að nálgast glæra poka til verksins í öllum bæjarkjörnum og skilja fulla poka eftir á fyrir fram ákveðnum stöðum, sem listaðir eru hér fyrir neðan.
Flateyri
Pokar verða á Vagninum. Fulla ruslapoka má skilja eftir við glergáminn við sundlaugina.
Hnífsdalur
Pokar verða við gamla barnaskólann. Fulla ruslapoka má skilja eftir við:
- Gamla barnaskólann
- Bakkaskjól
- Félagsheimilið
Ísafjörður
Pokar verða á Silfurtorgi, við sparkvöllinn í Holtahverfi og við glergáminn við Bónus. Fulla ruslapoka má skilja eftir við:
- Glergáminn á Landsbankaplaninu
- Sparkvöllinn í Holtahverfi
- Glergáminn við Bónus
Suðureyri
Á Suðureyri verður plokkað á laugardeginum 29. apríl og farið í árlega vorhreinsun Stefnis í leiðinni. Pokar verða hjá Svövu Rán og verður tekið við rusli við gámabílinn.
Þingeyri
Pokar verða í afgreiðslu sundlaugarinnar, opið frá 10-16. Fulla ruslapoka má skilja eftir við glergáminn á sama stað.