Stofnun fyrirtækja á Íslandi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir fræðslufundi ætluðum erlendum borgurum um hvernig koma eigi á fót fyrirtæki á Íslandi. Erindið fer fram á ensku og fjallar um það hvaða leyfi og vottorð þurfa að liggja fyrir sem og almennar upplýsingar um skattaumhverfið á Íslandi.

Fundurinn verður í Vestrahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 11. febrúar milli klukkan 17.00 og 18.30.