Átak í sorpflokkun og fréttir af grenndargámum

Átak í sorpflokkun

Síðan 2018 hafa íbúar Ísafjarðarbæjar flokkað úrgang í fjóra flokka sem safnað er í tvær tunnur við heimili.

  • Tunna fyrir almennt sorp:
    • Blandaður úrgangur (heimilissorp)
    • Matarleifar (lífúrgangur) í innra hólfi
  • Endurvinnslutunna:
    • Pappír og pappi
    • Plastumbúðir í innra hólfi

Til að halda kostnaði vegna úrgangsmála niðri er afar mikilvægt að viðhafa rétta og góða flokkun. Á næstu vikum verður farið í átak til að skerpa á flokkun heimilissorps í sveitarfélaginu.

Þar sem sorphirðufólk metur flokkun óásættanlega verður límdur viðvörunarmiði á tunnur með áminningu um góða siði við sorpflokkun. Bregðist íbúar ekki við þessum ábendingum má búast við að í næsta skipti verði tunnurnar ekki tæmdar.

Leiðbeiningar um sorpflokkun:

Í tunnu fyrir
blandaðan úrgang
fer meðal annars:
• dömubindi
• blautklútar
• bleyjur
• ryksugupokar
Í hólf fyrir matarleifar,
eingöngu í þunnum niðurbrjótanlegum pokum,
fer meðal annars:
• matarleifar
• kaffikorgur
• eldaðir kjöt-
og fiskiafgangar
• eggjaskurn

EKKI:
• bein
• umbúðir
Í tunnu fyrir pappír og pappa
fer meðal annars:
• dagblöð
• pappírsumbúðir
• bréfpokar
• pítsakassar
Í hólf fyrir plastumbúðir
fer meðal annars:
• snakkpokar
• plastfilma
• plastpokar
• sjampóbrúsar

EKKI:
• harðplast


Ítarlegri leiðbeiningar til útprentunar á íslensku, ensku og pólsku.

Grenndarstöðvar

Í næstu viku verður byrjað að setja niður nýjar grenndarstöðvar fyrir gler, málma og textíl og verður grenndarstöð í hverjum byggðarkjarna. Staðsetningar stöðvanna verða auglýstar þegar þær eru komnar á sína staði.


Ef íbúar eru með athugasemdir eða spurningar varðandi sorphirðu, til dæmis ef sorptunnur eða innri hólf vantar eða eru skemmd, má hafa samband við sorphirda@isafjordur.is.