Sorpflokkun

Alltaf getur vafist fyrir fólki hvernig á að flokka einstaka hluti áður en þeir fara í sorp- eða endurvinnslutunnu. Umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar hefur nú listað niður í mestu smáatriði (að því er við best fáum séð) hvernig flokka eigi það sem ætla má að falli til á heimilum.

Allar spurningar eru þó vel þegnar, sem og ábendingar um það hverju má bæta á listann, en hann má nálgast á heimasíðu Ísafjarðarbæjar, http://www.isafjordur.is/utanadkomandi/skra/1030/