Skráning hafin á Tungumálatöfra
Opnað hefur verið fyrir skráningar á Tungumálatöfra 2019 og má nálgast skráningarform á slóðinni https://bit.ly/2QFJofa. Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið fyrir 5 til 11 ára gömul börn sem fer fram á Ísafirði 5. – 10. ágúst og er þar boðið upp á málörvandi umhverfi í gegnum skapandi kennsluaðferðir sem byggjast á listum og leik. Þó það sé fyrst og fremst hugsað fyrir börn af erlendum uppruna sem hafa sest að hér á landi og íslensk börn sem að hafa fæðst eða flutt erlendis, þá er það um leið opið öllum börnum.
Þátttökugjald er 20.000 krónur per barn / 30.000 krónur fyrir systkyni (tvö börn). Frekari upplýsingar má finna á www.edinborg.is eða með því að senda tölvupóst til tungumalatofrar@gmail.com
Námskeiðið er haldið í samstarfi við og með stuðningi Ísafjarðarbæjar og Uppbyggingarsjóðs.