Skipulagslýsing: Breyting á aðalskipulagi vegna kláfs upp á Eyrarfjall

Mynd: Efla verkfræðistofa
Mynd: Efla verkfræðistofa

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 6. febrúar 2025, að kynna skipulagslýsingu samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, unnin samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðs kláfs upp á Eyrarafjall á Ísafirði.

Unnin verður breyting á greinargerð og uppdrætti aðalskipulagsins þar sem gert verður ráð fyrir nýjum landnotkunarreit undir afþreyingar og ferðamannasvæði (AF1), þannig að stefna aðalskipulagsins samræmist uppbyggingaráformum Eyrarkláfs ehf. um kláf á Eyrarfjall. Óbyggt svæði og opin svæði til sérstakra nota minnkar sem því nemur. Landnotkunarreitur i37 fyrir aðveitustöð fellur úr gildi.

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að skapa skipulagsforsendur til uppbyggingar kláfs í Eyrarfjalli í samræmi við áform framkvæmdaraðila. Gert er ráð fyrir að breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi hlíðarinnar frá 2010, neðan Gleiðarhjalla (ytri hluti), auk nýs deiliskipulags verði unnið og auglýst samhliða.

Aðalskipulagsbreytingin fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Meta skal líkleg áhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum og starfsemi á aðliggjandi svæði og einstaka þætti áætlunarinnar sjálfrar, eftir því sem við á. Umhverfismat verður unnið í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 en skv. þeim lögum fellur framkvæmdin undir flokk B í 1. viðauka laganna með vísan í tölulið 12.01.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á bæjarskrifstofum, Hafnarstræti 1, Ísafirði, og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 170/2025, frá 12. febrúar 2025 til og með 12. mars 2025.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í Skipulagsgáttina eða senda skriflega á skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar á: skipulag@isafjordur.is .

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar

  • Með kynningu lýsingarinnar er umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við mótun tillögu að breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags.
  • Einnig verður aftur hægt að koma með ábendingar þegar vinnslutillaga fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag verður kynnt og þegar tillagan verður auglýst.
  • Gert er ráð fyrir að breyting á aðalskiplagi og deiliskipulagi auk nýs deiliskipulags verði unnið og auglýst samhliða.

Sjá einnig:
Skipulagslýsing: Breyting á deiliskipulagi vegna kláfs upp á Eyrarfjall