Skíðavikan sett á miðvikudaginn

Skíðavikan 2022 verður sett með pompi og prakt á Silfurtorgi á miðvikudaginn 13. apríl.

Setningin hefst með því að lúðrasveit T.Í. marserar frá Ísafjarðarkirkju kl. 16:45 og blæs svo inn fjörið á Silfurtorgi kl. 17. Þar tekur uppistandarinn Villi Neto við og svo stuðbandið Celebs. Skíðafélagið verður með kökusölu, kakó og kruðerí á torginu.

Kl. 17:30 hefst Sprettganga Aurora-Arktika. Nánari upplýsingar og skráning hér.

Það er alltaf að bætast við dagskrána og verður líklegast svo fram á síðustu stundu, en hana má nálgast í heild sinni inn á www.skidavikan.is

Gagnlegar upplýsingar má einnig finna á Facebooksíðu og þar verður dagskrá hvers dags sett inn að morgni.

Gleðilega Skíðaviku – Gleðilega rokkhátíð – Gleðilega PÁSKA fyrir vestan!