Skíðavikan og páskar í Ísafjarðarbæ

Páskarnir eru framundan með tilheyrandi skemmtun og viðburðafjöld. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fagnar 20 ára afmæli og má búast við fjölda gesta á svæðinu. Hér fyrir neðan er stutt samantekt um dagskrána, viðburði og opnunartíma á skíðasvæðum og sundlaugum.

Skíðavikan

Skíðavikan verður á sínum stað og hefst hún með setningarathöfn og sprettgöngu á Silfurtorgi miðvikudaginn 27. mars. Dagskrá Skíðavikunnar er fjölbreytt og fjörug að vanda og hana má finna í heild sinni á www.skidavikan.is

Skíðasvæðin

Snjósöfnun síðustu daga gefur von um virkilega góða skíðapáska. Hefðbundnir Skíðavikuviðburðir verða á sínum stað á skíðasvæðunum; furðufatadagar, páskaeggjamót og karamelluregn, svo eitthvað sé nefnt.
Opnunartímar eru á www.dalirnir.is 

Miðvikudagur 27. mars

Næturfossavatnið á Seljalandsdal kl. 22:00
Fimmtudagur 28. mars — skírdagur
Skíðaskotfimi á Seljalandsdal (skráning á staðnum) kl. 12:00
Kvöldopnun og dúndrandi stemmning í Tungudal
Skíðafleyting (skráning á staðnum) kl. 19:00
Snjósleða-rally (skráning á staðnum) kl. 20:00
Föstudagur 29. mars — föstudagurinn langi
Furðufatadagur í Tungudal, grillaðar pylsur, tónlist, fjör
Karamelluregn í Tungudal
Laugardagur 30. mars
Furðufatadagur á Seljalandsdal, tónlist, fjör og þrautabraut
Páskaeggjamót HG á báðum svæðum (skráning á staðnum) kl. 11:00-13:30
Sunnudagur 31. mars — páskadagur
Almenn opnun, tónlist og fjör á dalnum

Sundlaugar

Sundlaugar Ísafjarðarbæjar verða opnar sem hér segir:

 

Flateyri

Ísafjörður

Suðureyri

Þingeyri

25. mars

Lokað

7–21

17–20

8–12 og 14–21

26. mars

15-20

7–21

16–20

8–12 og 14–21

27. mars

15-20

7–21

16–20

8–12 og 14–21

Skírdagur

13-20

10–18

13–20

10–18

Föstudagurinn langi

13-20

10–18

13–20

10–18

30. mars

13-20

10–18

13–20

10–18

Páskadagur

11-16

10–15

11–17

12–18

Annar í páskum

Lokað

10–17

Lokað

12–18