Sjálfbært Ísland: Opinn samráðsfundur með forsætisráðherra
24.04.2023
Fréttir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opins samráðsfundar um sjálfbæra þróun á Íslandi, fimmtudaginn 27. apríl kl. 12:00-13:30, í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Á fundinum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.
Skráning fer fram á www.sjalfbaertisland.is. Allir velkomnir.
Dagskrá
- Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Opnunarávarp
- Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur
- Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun hjá HÍ
- Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi Sjálfbærs Íslands
Fundargestum er síðan skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni og mun forsætisráðherra taka þátt í umræðuhópunum.
Boðið verður upp á hressingu á fundinum.
Fundarstjóri: Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi.