Sigríður Ragnarsdóttir hættir

Lokahátíð og skólaslit Tónlistarskóla Ísafjarðar fóru fram í gærkvöldi, þriðjudagskvöld. Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri flutti lokaorð, en hún lætur nú af störfum eftir 45 ára starf við Tónlistarskólann. Á þessum árum hefur Sigríður markað djúp spor í sögu Ísafjarðar og svæðisins alls og verður seint fullþakkað það starf sem hún hefur unnið.

Ísafjarðarbær þakkar Sigríði Ragnarsdóttur kærlega fyrir hennar framlag til lista og menningar og óskar henni alls velfarnaðar.