Samningur vegna reksturs kvikmyndahúss undirritaður
21.02.2022
Fréttir
Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, undirrituðu í dag, mánudaginn 21. febrúar, styrktarsamning Ísafjarðarbæjar við verkalýðsfélagið. Styrkurinnnemur 90% af álögðum fasteignaskatti og lóðarleigu fasteignarinnar að Norðurvegi 1 á Ísafirði, þar sem Ísafjarðarbíó er til húsa.
Samningurinn er til 10 ára og tekur gildi frá og með álagningu ársins 2023 og er þeim skilyrðum bundinn að styrkurinn verði nýttur til endurbóta á fasteigninni, m.a. til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að húsinu, og uppfærslu tækjabúnaðar kvikmyndahússins.