Samið við Knattspyrnudeild Vestra yngri um byggingu viðbyggingar við áhorfendastúku

Afstöðumynd frá Eflu.
Afstöðumynd frá Eflu.

Ísafjarðarbær og Knattspyrnudeild Vestra yngri hafa gert með sér samning um byggingu viðbyggingar við áhorfendastúku á Torfnesvelli og afnot af henni í kjölfar byggingar.

Markmið framkvæmdarinnar er meðal annars að auka þjónustu við áhorfendur á Torfnesvelli með því að útbúa söluaðstöðu á vellinum. Viðbyggingin verður 68,9 fermetrar og mun standa ofan á suðurenda stúkunnar. Ísafjarðarbær verður skráður eigandi mannvirkisins en Knattspyrnudeild Vestra yngri er ábyrgðar-, framkvæmda- og byggingaraðili og sér um hönnun, aðal- og séruppdrætti ásamt öðru framlagi, svo sem vinnu og ráðningu iðnmeistara.

Knattspyrnudeildin fjármagnar alla framkvæmd vegna byggingarinnar og greiðir byggingarkostnað, fyrir utan gatnagerðargjöld, byggingarleyfisgjöld og byggingarstjórn, sem greiðist af Ísafjarðarbæ.

Samningur um viðbyggingu við stúku