Samantekt um skatttekjur og laun í janúar-október 2020
Útsvarstekjur Ísafjarðarbæjar fyrir janúar til október 2020 liggja nú fyrir og eru 1.884 m.kr. samanborið við áætlun með viðaukum upp á 1.891 m.kr. Útsvarstekjur fyrir tímabilið eru því 6,5 m.kr. undir áætlun. Upphafleg samþykkt áætlun fyrir sama tímabil gerði ráð fyrir 1.954 m.kr. í útsvarstekjur og nemur viðaukinn á tímabilinu því 63 m.kr. og er lækkunin vegna lægri útsvarsstofns en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem skýrist af áhrifum Covid-19 á vinnumarkaðinn.
Í stöplaritinu hér að neðan má sjá útsvarstekjur per mánuð 2020 samanborið við áætlun með viðaukum 2020 og rauntölur 2019.
Tekjur úr jöfnunarsjóði eru 647 m.kr. fyrir fyrstu tíu mánuði ársins samanborið við áætlun með viðaukum upp á 654 m.kr. Viðauki var gerður í október út frá endurskoðuðum áætlunum jöfnunarsjóðs, sem barst 29. september síðastliðin. Þar voru framlög lækkuð um 151 m.kr. frá fyrri áætlun vegna Covid-19. Jöfnunarsjóður birti aftur nýja áætlun í nóvember og miðað við hana munu framlög Ísafjarðarbæjar hækka samanlagt um 86,1 m.kr., eða um 15,5 m.kr. í fasteignaskattsframlagi og 70,6 m.kr. í útgjaldajöfnunarframlagi. Ekki hefur verið gerður viðauki vegna þessarar hækkunar á áður lækkuðum tekjum úr jöfnunarsjóði. Upphafleg samþykkt áætlun fyrir sama tímabil gerði ráð fyrir 786 m.kr. úr jöfnunarsjóði og er því áætlun með viðaukum 132 m.kr. lægri vegna fyrstu 10 mánuði ársins en upphaflega var gert ráð fyrir.
Janúar-október | Mismunur á raun-áætlun |
||
Raun | Áætlun | ||
112 Fasteigna | 233.243.266 | 233.243.266 | 0 |
121 Úgjalda |
271.870.507 | 271.870.507 | 0 |
141 Grunnskóli | 117.665.959 | 124.693.023 | -7.027.064 |
142 Sérþ. nemenda | 15.562.503 | 15.562.503 | 0 |
144 Nýbúa | 8.662.500 | 8.662.500 | 0 |
Samtals | 647.004.735 | 654.031.799 | -7.072.064 |
Í október var framlag jöfnunarsjóðs 37.445 m.kr. á móti 44.472 m.kr. sem er í áætlun og munar því 7 m.kr. Það er vegna grunnskólaframlags en þessi munur mun jafnast út í desember þegar lokagreiðslan kemur.
Launakostaður fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2020 nemur 2.389 m.kr. samanborið við áætlun með viðaukum upp á 2.363 m.kr. Launakostnaður er því 26,8 m.kr. yfir áætlun sem er 1,1% frávik. Upphafleg samþykkt áætlun gerði ráð fyrir launakostnaði að fjárhæð 2.289 m.kr. fyrir sama tímabil og er áætlun með viðaukum því 100 m.kr. hærri en upphafleg samþykkt áætlun.
Samþykktir viðaukar á árinu eru orðnir 19, samtals upp á 547 milljónir.