Reglur um innritun og dvöl barna í leikskólum Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn hefur samþykkt reglur um innritun og dvöl barna í leikskólum Ísafjarðarbæjar og gilda þær um umsókn og innritun í leikskóla Ísafjarðarbæjar og um gjaldtöku og innheimtu fyrir leikskóladvöl í leikskólum sem reknir eru í bæjarfélaginu.
Innritun
Í reglunum kemur meðal annars fram að það er stefna Ísafjarðarbæjar að öllum börnum sé boðið pláss á leikskóla í síðasta lagi þegar þau ná 18 mánaða aldri, þó reynt sé að bjóða öllum pláss við 12 mánaða aldur en sækja má um leikskóla frá fæðingardegi barns eða strax og kennitala þess hefur verið skráð.
Inntaka í leikskóla fer að mestu fram í lok sumarleyfa skólana og fer úthlutun plássanna fram í mars og apríl. Þó getur inntaka barna farið fram allt árið eða þegar leikskólapláss losnar.
Leikskólagjöld, innheimta og vanskil
Ísafjarðarbær greiðir að stærstum hluta kostnað við dvöl barna í leikskólum Ísafjarðarbæjar. Foreldrar greiða hluta kostnaðar í hlutfalli við þann tíma sem börn þeirra dvelja í leikskólanum. Einnig greiða foreldrar hluta kostnaðar við þær máltíðir sem börnin fá í leikskólanum.
Systkinaafsláttur er veittur skv. gjaldskrá á hverjum tíma. Afsláttur reiknast alltaf á eldra barnið.
Ísafjarðarbær veitir tekjutengdan afslátt af leikskólagjaldi barns, skv. gjaldskrá á hverjum tíma. Umsóknir tekjutengds afsláttar skulu berast fyrir 15. hvers mánaðar vegna gjalda fyrir mánuðinn á eftir og skal fylgja yfirlit úr staðgreiðsluskrá fyrir síðustu þrjá mánuði. Endurnýja þarf umsókn um tekjutengdan afslátt einu sinni á ári að hausti.
Leikskólagjöld eru innheimt fyrir fram og er gjalddagi 1. hvers mánaðar, og eindagi 10. hvers mánaðar.
Reglurnar má lesa í heild sinni hér: