Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020
Stækkun á miðsvæði, Ísafirði
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 16. febrúar 2017 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 samkvæmt 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að mörk miðsvæðis M4 og hafnarsvæðis K1 um Sindragötu færast til austurs. Miðsvæðið stækkar um tæpan 0,5 ha og hafnarsvæðið minnkar sem því nemur. svokölluðu miðsvæði á Ísafirði. Skipulagsuppdráttur gildandi aðalskipulags breytist en greinargerð helst óbreytt. Rökstuðningur fyrir aðalskipulagsbreytingunni er á breytingartillögunni.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Axel Rodriguez Överby
skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar