Óskað eftir tilboðum í rekstur líkamsræktarstöðvar á Ísafirði

Ísafjarðarbær óskar eftir áhugasömum og metnaðarfullum aðila til að sjá um rekstur líkamsræktarstöðvar á Ísafirði frá og með 1. nóvember 2023, til þriggja ára.

Rekstraraðili skal hafa yfir að ráða húsnæði með aðstöðu fyrir líkamsræktartæki- og búnað sveitarfélagsins, að lágmarki 200 m2, auk aðstöðu fyrir annars konar líkamsrækt í sal fyrir hópaþjálfun, svo og búningsaðstöðu með sturtum og salernum. Rekstraraðili skal sjá um rekstur og minniháttar viðhald búnaðar sveitarfélagsins.

Rekstraraðili skal bjóða upp á alhliða líkamsrækt fyrir öll aldursstig íbúa sveitarfélagsins, en sveitarfélagið óskar sérstaklega eftir að rekstraraðili bjóði upp á aðstöðu og/eða þjálfun í tækjasal og hópasal fyrir leikskólabörn, grunnskólabörn, Hvestu hæfingarstöð og slökkvilið Ísafjarðarbæjar, eftir nánara samkomulagi við hvern hóp.

Rekstraraðili skal jafnframt bjóða upp á aðstöðu og/eða þjálfun fyrir aðra hópa samfélagsins, s.s. meðgöngu- og mæðraþjálfun, ungmenna á afreksíþróttabraut Menntaskólans á Ísafirði, íþróttafélaga HSV og hreystiþjálfun eldri borgara.

Verðfyrirspurnargögn verða afhent í tölvupósti frá og með 5. september 2023.
Vinsamlegast sendið tölvupóst til Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra Ísafjarðarbæjar, á netfangið eythorgu@isafjordur.is. Svör við fyrirspurnum verða birt í tölvupósti á alla sem fengu verðfyrirspurnina senda í upphafi. Öll samskipti við kaupanda og bjóðendur á útboðstíma varðandi þetta útboð eru í höndum umsjónaraðila útboðsins.

Helstu dagsetningar:

Verðfyrirspurn auglýst á vef Ísafjarðarbæjar

5. september 2023

Fyrirspurnarfrestur

25. september 2023

Skilafrestur:

2. október 2023

Afhendingartími þjónustu:

1. nóvember 2023