Opinn samráðsfundur um málefni fatlaðs fólks

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, býður til opins samráðsfundar á Ísafirði vegna landsáætlunarinnar. Málefni fatlaðs fólks koma okkur öllum við og fólk er hvatt til að mæta og taka þátt. Hér gefst einstakt tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun þjónustu við fatlað fólks á Íslandi. 

Fundurinn fer fram í Edinborgarhúsinu miðvikudaginn 21. júní kl. 12:00 og boðið verður upp á súpu fyrir fundargesti.

  • Skrá þátttöku
    • Ef þörf er á táknmálstúlkun, rittúlkun eða annarri sérstakri aðstoð er mikilvægt að það komi fram við skráningu.