Opinn fundur um orkumál á Vestfjörðum
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið býður til opinna funda um orkumál á Vestfjörðum.
Orkumál á Vestfjörðum njóta ákveðinnar sérstöðu og hafa gert um nokkurt skeið. Starfshópur um orkumál á Vestfjörðum, sem starfar í umboði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fékk það verkefni að skoða orkumál í fjórðungnum og koma með tillögur til úrbóta. Var við vinnuna litið til stöðu mála í flutningskerfi raforku, dreifikerfi raforku og möguleikum til orkuvinnslu á svæðinu og hvernig það fellur að áherslum úr orkustefnu um orkuskipti og afhendingaröryggi á landsvísu.
Starfshópurinn hefur nú unnið drög að tillögum til úrbóta og vill ræða drögin við íbúa Vestfjarða áður en hann lýkur störfum.
Fundirnir eru:
20. mars, sunnudagur: Félagsheimilið á Patreksfirði, kl. 17:00.
21. mars, mánudagur: Félagsheimilið í Bolungarvík, kl. 20:00.
22. mars, þriðjudagur: Félagsheimilið á Hólmavík, kl. 18:00.