Opinn fundur Öryrkjabandalagsins
22.05.2018
Fréttir
Öryrkjabandalag Íslands stendur fyrir opnum fundi með framboðum til sveitarstjórnarkosninga í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins milli klukkan 17 og 19 í dag. „Hver er réttur fatlaðs fólks í sveitarfélaginu? Hverjar eru áherslur framboðanna varðandi búsetu, atvinnu, NPA, skólamál, frístund, aðgengi, ferðaþjónustu o.s.frv.“, segir í tilkynningu ÖBÍ um fundinn.