Nytjagámur opnar í Funa
07.09.2021
Sorpmál og endurvinnsla
Opnaður hefur verið nytjagámur í móttökustöð Terra við Funa í Engidal. Þangað er hægt að skila allskyns hlutum, s.s. húsgögnum, húsbúnaði, skrautmunum og fleiru sem eru í nothæfu ástandi og geta eignast framhaldslíf hjá nýjum eigendum. Öllum er frjálst að taka hluti úr gámnum sér að kostnaðarlausu. Áður en eitthvað er sett í gáminn er fólk beðið að hafa samband við starfsfólk í afgreiðslu.
Gámurinn er staðsettur á neðra plani innan girðingar hjá Funa og því aðgengilegur á meðan opið er á gámasvæði.
Nánari upplýsingar má finna í hópnum Funi Nytjagámur.