Nýr vefur hjá Safnahúsinu

Safnahúsið hefur tekið í notkun nýjan vef fyrir bókasafnið, skjalasafnið, ljósmyndasafnið og Listasafn Ísafjarðar. Vonir standa til þess að með nýja vefnum verði hægt að miðla upplýsingum um starfsemi safnanna og safnkost þeirra með enn betri hætti en hingað til. Vefurinn er sérstaklega þróaður fyrir Safnahúsið og býður meðal annars upp á möguleika fyrir söfnin til að tengja innri skráningarkerfi beint við miðlun á vefnum í framtíðinni.
Sérstök athygli er vakin á því að myndavefur ljósmyndasafnsins hefur verið færður og þar er hægt að skoða myndir flokkaðar eftir ljósmyndurum. Unnið er að betrumbótum leitar og uppflettingar.
Forritun og rekstur vefsins er unnin innanhúss, samhliða starfi við stafræna miðlun á vegum einstakra safna. Hönnun vefsins byggir á ráðgjöf og grunni frá Mikaro ehf.