Nýr samstarfssamningur milli Ísafjarðarbæjar og HSV undirritaður
29.01.2021
Fréttir
Ásgerður Þorleifsdóttir, formaður HSV, og Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri.
Föstudaginn 29. janúar var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfjarða.
Markmið samningins er meðal annars að auka gæði íþróttastarfs í sveitarfélaginu og fjölga þátttakendum og að HSV, í samstarfi við Ísafjarðarbæ, vinni að heilsueflingu innan sveitarfélagsins. Þá er samningnum ætlað að efla samstarf innan íþróttahreyfingarinnar og á milli bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar og HSV, auk þess að tryggja öflugt og gott íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga í Ísafjarðarbæ.
Bæjarstjórn samþykkti samninginn ásamt viðaukum á 464. fundi sínum þann 5. október 2020.