Nýr körfuboltavöllur á Torfnesi
24.09.2024
Fréttir
Nýr og glæsilegur körfuboltavöllur hefur verið settur upp við íþróttahúsið á Torfnesi á Ísafirði. Völlurinn er með fjórum körfum og er um 20 x 13,4 metrar að stærð. Körfurnar má hækka og lækka eftir þörfum til að þjóna sem best öllum aldurshópum og mismunandi getu.
Yfirborð vallarins er sérstaklega hannað til að veita gott grip og deyfa högg til að létta álag á líkama þeirra sem nota völlinn. Þé er það endingargott og krefst ekki sérstakrar umhirðu eða viðhalds. Völlurinn stuðlar að enn fjölbreyttari möguleikum til íþróttaiðkunar á Torfnesi og er vonandi að bæði börn og fullorðnir nýti sér aðstöðuna til leiks og hreyfingar.
Körfuknattleiksdeild Vestra hefur tekið að sér að mála línur á völlinn um leið og veður leyfir.