Ný þjónustugátt fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar
Í upphafi þessa árs var tekin í notkun ný þjónustugátt fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar. Gáttin leysir af hólmi rafrænu eyðublöðin sem voru á svæðinu Mínar síður og yfirlit reikninga sem voru á Bæjardyr - reikningar.
Í gegnum gáttina er hægt að sækja um nær alla þjónustu sveitarfélagsins á rafrænum eyðublöðum, fylgjast með ferli umsóknarinnar og sjá hver ber ábyrgð á málsmeðferð hennar. Í gáttinni er einnig hægt að sjá greiðsluseðla og álagningarseðla fasteignagjalda.
Þjónustugáttin er í stöðugri þróun og verður áfram unnið að því að bæta enn frekar rafræna þjónustu í gegnum gáttina. Ábendingar um hluti sem þarf að laga eða bæta eru vel þegnar og má senda þær á upplysingafulltrui@isafjordur.is.
Til þess að komast í þjónustugáttina þarf að notast við rafræn skilríki eða Íslykil. Fólk sem ekki hefur aðgang að rafrænum skilríkjum getur áfram skilað inn umsóknum á pappír og er þá best að óska eftir að fá samband við viðkomandi svið í gegnum postur@isafjordur.is eða í síma 450 8000 til að fá aðstoð við það.