Númerslausir bílar fjarlægðir
Síðustu vikur hefur staðið yfir hreinsun á númerslausum bílum og verður þeirri vinnu haldið áfram næstu vikur.
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hefur límt tilkynningar á númerslausar bifreiðar og bílhræ sem standa á almenningssvæðum eða lóðum í eigu sveitarfélagsins. Einnig hafa verið límdar tilkynningar á bíla og bílhræ á öðrum lóðum þar sem talin er slysahætta eða hætta á mengun fyrir umhverfið. Á miðanum er tilgreindur frestur til athugasemda. Hafi tæki ekki verið fjarlægt innan frestsins mun Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða taka ákvörðun á grundvelli fyrirliggjandi gagna um að fjarlægja tækið á kostnað eigenda og koma í geymslu í 30 daga. Allar nánari upplýsingar varðandi þessar aðgerðir veitir heilbrigðisfulltrúi í síma 456-7087 eða eftirlit@hevf.is
Bent er á að eigandi ökutækis getur fengið skilagjald fyrir ökutæki sitt við afhendingu til móttökustöðavar til endurnýtingar eða endanlegrar förgunar, hafi ökutækið verið afskráð og úrvinnslugjald greitt a.m.k. einu sinni af viðkomandi ökutæki.
Að lokum er minnt á að bannað er að skilja eftir eða geyma úrgang á þann hátt að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. Þetta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti svo sem kerrur, bílhluta, bílflök og annað rusl.