Norræna bókasafnsvikan

Norræna bókasafnavikan verður haldin í 20. sinn dagana 14.-20. nóvember n.k. Um er að ræða verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem hefur að markmiði að efla áhuga á lestur og um leið að vekja athygli á norrænum bókmenntum. Mánudaginn 14. nóvember verður Norræna bókasafnavikan sett og þennan dag er norræn frásagnarlist og sagnaauður í öndvegi. Verða valdir textar lesnir upphátt samtímis á bókasöfnum á Norðurlöndum á hinum ýmsu tungumálum.

 

Ár hvert er sérstakt þema og textar valdir út frá því. Að þessu sinni er þemað „Framtíðin á Norðurlöndum“. Gert er ráð fyrir að yfir 2.000 bókasöfn taki þátt og mun Bókasafnið Ísafirði ekki skorast undan. Í boði verður dagskrá fyrir fullorðna sem hefst kl 17:00 og samanstendur af upplestri og dansatriði. Jón Reynir Sigurvinsson les textann og um dansinn sér Emma Jóna Hermannsdóttir nemandi Listaskóla RÓ.

 

Heitt á könnunni. Verið kærlega velkomin að eiga með okkur notalega stund við kertaljós!

 

Hér má finna frekari upplýsingar um Norrænu bókasafnavikuna: http://bibliotek.org/is/